föstudagur, júlí 08, 2005

Spurningakeppni aldarinnar

Eða alla vega dagsins er á Grand Rokk síðdegis kl. 17:30. Tryggara er að mæta aðeins fyrr til að fá góð sæti og geta virt ritstjórn Röflsins betur fyrir sér þar sem hann þylur hverja snilldarspurninguna á fætur annarri. Þema dagsins er 101. Allir að mæta.

7 ummæli:

  1. Nafnlaus10:10 f.h.

    1.vísbending
    Frá miðri síðustu öld og allt fram á áttunda áratuginn voru tvær skóverslanir í 101 sem báru hvor um sig rammíslenskt nafn.

    2.vísbending
    Annað heitið vísar í kveðskaparhefð, hitt er kvenkenning.

    3.vísbending
    ...berst síðar í dag ef þessar tvær nægja ekki.

    SvaraEyða
  2. Þetta er auðvelt: Axel Ó, Laugavegi 11.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:37 f.h.

    Alltaf jafn gamansamur.
    En merkilegt nokk - þá ertu heitur.
    Önnur verslunin var til húsa að Laugavegi 11.

    Það er e.t.v. eðlilegra að spyrja þig um bjórútsölur...

    SvaraEyða
  4. Ég hef ekki hugmynd um skóbúðir, ég hef ekki einu sinni hugmynd um hver er að spyrja mig um skóbúðir...Á þessum tíma verslaði ég aðeins við eina skóbúð sem hét því óskáldlega nafni Skóbúð Keflavíkur.

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus2:57 e.h.

    Væri sjens á að fá spurningarnar birtar á Röflinu eftir helgi svo maður geti spreytt sig á þeim í staðinn fyrir að vinna...

    Maggi

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus4:33 e.h.

    Skóverslanirnar Ríma og Víf.

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus2:34 f.h.

    Nú ég hélt að þetta væri skóverslunin Skæði.

    va

    SvaraEyða