mánudagur, október 17, 2005

Stórhækkuð laun bankastjóra

Hún var stórmerkileg aðför Davíðs Oddssonar þegar hann tók vasapeningana sína út í KB banka með skömmum vegna þess að honum ofbuðu launakjör bankastjóranna. Nú er hann sjálfur að verða bankastjóri á stórhækkuðum launum og stórhækkuðum eftirlaunum. Ætli KB banki taki ekki bara út sína innistæðu í Seðlabankanum?

Og ætlar virkilega enginn að fylgja eftir fréttum af því að eftirlaunafrumvarp Davíðs er líklega hundruðum milljóna króna dýrara en kynnt var í þinginu þegar það var samþykkt? Þarf enginn að svara fyrir þetta stólparugl?

Helgin nýttist vel eldhúsinnréttingin gamla er farin á haugana og spartl hafið. Skemmtilegt orð, spartl.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus9:33 f.h.

    Getraun á spartl-nótum:
    Nefnið íslenskt orð með 6 samhljóða í röð.
    ÁA

    SvaraEyða