mánudagur, október 31, 2005

Verkið lofar meistarann


Góð fram-kvæmdahelgi að baki á R39. Gólfdúkur rifinn af eldhúsi, baðið málað og raflagnir hafnar. Þess ber að geta að raflagnir í nýja eldhúsinu munu verða fyrsta flokks og fjölgar tenglum um 300%, úr einum í fjóra.

Góð skemmtanahelgi að baki. Smá innlit á stofu ölsins á föstudag að fagna afmæli Guðmundar þar sem um leið var tilkynnt um að lífsviðurværi hans undanfarna mánuði hafi verið aflagt. Hann er þó brattur kallurinn og ætlar að njóta uppsagnarfrestsins.

Á laugardagskvöldið var snætt á hinum nýja veitingastað Vín og skel og bragðaðist það bara bráðvel. Fínn skelfiskur og meðlæti, sérstaklega kartöflurnar. Síðan voru fagnaðarfundir á 101 þar sem 2 erlendir gestir, Rabbi og Gauti, voru á landinu á sama tíma. En einn helst hápunkturinn var síðan á Þjóðleikhúskjallaranum þar sem Pörupiltar, 5 leikkonur í karlmannsgervum, tróðu upp. Ég hló svo mikið að mig verkjaði í nárann, sérstaklega þegar „karlakórinn“ tók Hraustir menn eftir Sigmund Romberg. Svo aftur á 101, síðan á Næsta bar, en samt tiltölulega snemma heim.

Hún er ekkert sérstaklega góð myndin af Möggu Stínu aftan á Mogganum í dag.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus4:01 e.h.

    Þegar ég las fyrirsögnina hélt ég að þú ætlaðir að fjalla um Boro-Man Utd.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:08 e.h.

    Spes prósentureikningur hjá þér.

    Kjarri

    SvaraEyða
  3. Er þetta ekki rétt reiknað? Það er farið að fenna yfir slóðina mína úr stærðfræðideildinni...

    SvaraEyða