miðvikudagur, janúar 07, 2009

Þannig

Er ég einn um að hafa áhyggjur af ofnotkun orðsins þannig?

Sjá hér í nýrri frétt:

Á einu ári hefur Evran þannig farið úr 90 krónum í 167 og japanskt jen úr 50 aurum í 1,3 krónur samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans.

Myntkörfulán hafa þannig tvöfaldast á aðeins skömmum tíma.

4 ummæli:

  1. Nafnlaus1:42 e.h.

    eða ÞANNIG sko

    SvaraEyða
  2. Ofnotkun orðsins "gríðarlega" fer meira í taugarnar á mér.

    SvaraEyða
  3. Orðið klárlega er líka gríðarlega mikið notað hjá fólki í viðtölum. Mér finnst eins og það hafi bara byrjað að birtast einhverntímann í fyrra og þannig nýtilkomið í málinu.

    SvaraEyða
  4. Heyrðu, setningin „ birtingarmynd sjálfbærra geðþóttaákvarðanna" fer þannig klárlega gríðarlega í taugarnar á mér.

    SvaraEyða