Ekki bara það að ég fór til augnlæknis og sé(!) fram á að þurfa að kaupa mér gleraugu heldur er snjóstormur úti og ekkert að sjá nema snjó. Hvítablinda.
Og ég á sumardekkjunum. Ætli maður þurfi ekki að koma sér heim á hundasleða.
Góðu fréttirnar eru þær að ég á pantaðan tíma á Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns í fyrramálið, spurning um að láta draga bílinn þangað strax.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli