Þetta orð lýsir vel íslenskum íþróttafréttum. Í morgun klukkan 9 voru eftirfarandi íþróttafréttir á RÚV
#1 Aarhus vann leik í danska kvennahandboltanum um helgina. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 6 mörk.
#2 Tveir íslenskir dómarar dæmdu landsleik á æfingamóti í handbolta um helgina.
#3 Silja Úlfarsdóttir stóð sig vel á æfingamóti í frjálsum einhvers staðar djúpt ofan í í Bandaríkjunum.
Ég man eftir þessu hjá þegar ég var að vinna hjá RÚV, þá voru alls konar smá-íþrótta-kóngar að hringja og kvarta yfir skorti á íþróttafréttum yfir mis-glæstum árangri Íslendinga á millisvæðamótum í skák, ístölti, bridds og suður-amerískum dönsum. Með fullri virðingu fyrir þessu fólki, getur það ekki bara stofnað bloggsíður þar sem vinir þeirra og vandamenn geta fylgst með því hvernig gengur?
Er fyrrum "smá-íþrótta-kóngur" og fannst hálf pínlegt þegar það rataði í Rúv fréttir að ég hafi náð 13 sæti á Norðurlandamóti unglinga í keilu 1994 og svo 274 sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar.
SvaraEyðaks