
Menningarnóttin blasir við. Fullt af hlutum að gerast og maður kemst líklega hvergi að. Gulli Briem verður við Landsbankann ásamt hljómsveitinni sinni Earth Affair og er ekki útilokað að Nelson Mandela mæti á svæðið. Draugasýningin í Morgunblaðshöllinni er líka áhugaverð, heyrst hefur að aðalstjarna sýningarinnar verði kaldastríðsdraugur Morgunblaðsins. Svo ætti maður kannski að reyna að taka þátt í maraþoni skrifstofumannsins við Hellusund klukkan 2? Ef myndin prentast vel má sjá menningu vinstra megin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli