þriðjudagur, janúar 24, 2006

Argóarflísin

Las þá bók í gær og hafði mikla nautn af. Merk bók. Annars finnst mér áhugavert að skoða tilurð bókarinnar sem byggir á þeirri hugmynd að fá 25 rithöfunda um víða veröld til að skrifa skáldsögu sem byggir á fornu goðafræðinni Grikkjanna. Það sem mér finnst skemmtilegt við bókina er hvernig súrrealismi Sjóns og goðsagan fléttast saman við mjög áhugaverða mannlýsingu.

Bókina sjálfa vann Ásta í happdrætti sem var hluti af geysiskemmtilegri árshátíð á laugardaginn, þar sem m.a. kom við sögu Hrafn Gunnlaugsson, snákabrennivín, lastabæli, lax, minni kvenna, hljómsveitin Ég og merkilegur svartfiðraður fugl dagsins: Krummi.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home