Sá um daginn sýninguna 871 +/-2 sem er í kjallara nýja hótelsins, gegnt Fógetagarðinum (sem mér til mikillar furðu er ekki kenndur við Skúla Magnússon). Á sýningunni gefur að líta varðveittar rústir skála sem byggður var á 10. öld og eldri mannvistarleifar sem eru frá árinu 871 eða um það bil. Það sem er samt skemmtilegast á sýningunni er að sjá hvernig Reykjavík og umhverfi litu út meðan fyrstu menn voru að koma sér fyrir hérna: Tjörnin, Esjan, Austurvöllur etc. Einnig er gaman að sjá hvernig nútímatækni færir okkur keiminn liðinna alda (í bókstaflegri merkingu). Mæl með þessari sýningu, bæði fyrir ferðamenn og barnfædda Reykvíkinga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli