þriðjudagur, október 23, 2007

Um borgarlistamann

Í framhaldi af síðustu færslu datt mér í hug eftirfarandi vísa sem byggir á verkum Þórarins Eldjárns og Ragga Bjarna:

Raggi Bjarna fékk titil mikinn á sig
Eldjárn gólar eins og þrumuský:
„Vert’ekki að hringja svona alltaf í mig,
ef þú meinar ekki neitt með því.“



Ég er þó ekki fyllilega ánægður með fyrripartinn. Komið með betri hugmyndir í kommentakerfið kæra fólk.

UPPFÆRT
Er þetta ekki betra svona:

Ragnar nafnbót fékk frá íhaldi á sig
En Eldjárn gólar eins og þrumuský:
„Vert’ekki að hringja svona alltaf í mig,
ef þú meinar ekki neitt með því!“

1 ummæli:

  1. Nafnlaus2:13 e.h.

    Fékk þá Eldjárn að þýða Imagine fyrir friðarsúluathöfnina í sárabætur? Þar hefur örugglega verið dýrt kveðið...
    ÁA

    SvaraEyða