Hækkandi matvælaverð vegna loftslagsbreytinga
Það eru að minnsta kosti tvær ástæður fyrir hækkandi matvælaverði um allan heim og tengjast báðar loftslagsbreytingum. Annars vegar uppskerubrestur á hveiti hjá Áströlum, einum mestu hveitiframleiðandum heims, vegna meiri þurrka en áður hafa sést. Hin ástæðan er ræktun á lífrænu eldsneyti sem sumir hafa boðað sem meðal við loftslagsbreytingum. Í því felst að í stað þess að rækta korn og fóður fyrir skepnur er ræktað fóður á bíla. Framboð á korni minnkar og verð hækkar, með hræðilegum afleiðingum fyrir fátækt fólk um allan heim og smá búsifjum fyrir okkur. Ég held að sagan muni dæma talsmenn lífræns eldsneytis harkalega.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home