„Það er mikil ánægja með þetta og við skáluðum alloft í kampavíni“ segir Júlíus Vífill um hvernig haldið var upp á það að sigurvegarinn í síðasta prófkjöri var settur til hliðar. Reyndar var Gísli Marteinn ekki á staðnum til að taka þátt í fagnaðarlátunum og smakka kampavínið en segist sáttur en svarar engu um framtíðarmetnað. Eru kampavínsberin kannski súr?
Gott fyrir sjallana hugsar maður á hliðarlínunni. Vonandi geta þau núna farið að gera eitthvað fyrir borgarbúa í stað þess að berja hvert á öðru. Sjálfur tek ég kannski upp kampavín í kvöld til að halda upp á það að í morgun mættu langþráðir múrarar og byrjuðu að þefa uppi steypuskemmdir. Vonandi láta þeir verkin tala.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli