Ég skil greinina að ákveðnu leyti sem óþreyjufullt ákall eftir því að ríkisstjórnin, í það minnsta Samfylkingin, standi í lappirnar og berjist fyrir breytingum og lausnum sem gagnast hinum almenna borgara. Lokaspretturinn er góður:
Það er rangt að aðildarviðræður [við ESB] gagnist ekki í vanda dagsins. Hún leysir hann ekki en er mikilvægur hluti þess trúverðugleika sem við verðum að efla. Nú þegar hjarðhegðun markaðarins er í hámarki er mikilvægt að stefna okkar verði skýr og aðgerðir ákveðnar. Umbrotatímar í efnahagsmálum eru jafnan tímar mikilla tækifæra. Grípum þau.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli