þriðjudagur, júlí 06, 2004

Barnaafmæli i Washington

Hinn viðkunnalegi forseti Bandaríkjanna George Bush á afmæli í dag, er 58 ára gamall. Það verður mikið um dýrðir í Hvíta húsinu og meðal annars fengin sérstakur trúður sem skemmtiatriði eins og tíðkast afmælum hjá börnum og óvitum í Brandararíkjunum.

Skemmtiatriðin hjá Bush jr. verða reyndar af lakara taginu í dag. Trúðurinn er ekki fyndnari en svo að næst lélegasta grínmynd í heimi, skv. imdb.com, var gerð eftir smásögu hans. Hann hefur þó helst náð að geta sér orð fyrir skemmtilegar hundakúnstir og sprenghlægilega útúrsnúninga á alþingi Íslendinga. Gaman verður að sjá hvað trúðurinn fær borgað fyrir uppistandið.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fyndið

2:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home