fimmtudagur, október 27, 2005

Verðvernd geðvernd

Jæja hvað finnst mönnum um Verðverndina í Húsasmiðjunni og BYKO? Er verið að stela? Hvað er málið? Þetta er nú meira ruglið: Húsasmiðjan talar um harða samkeppni en samt er samkeppnin ekki meiri en svo að þeir segjast hafa undirbúið málið í fyrra en ekki farið af stað. Hmmmm. Svo er það málið með auglýsingarnar: Efnislega samhljóða undirritaðar yfirlýsingar frá forstjóra. Maður spyr sig. Mál manna er að Ásdís Halla hafi rúllað yfir forstjóra Húsasmiðjunnar í Kastljósinu, en verður eitthvað framhald af málinu? Ætti Húsasmiðjan ekki að biðjast afsökunar?

Svo er líka skemmtileg grein í New York Times um geitur sem klifra í trjám í Marokkó.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta finnst Geitinni gaman að sjá. ÁA

12:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home