Fótur undir Fótarfæti
Er ekki rist Rooneys einhver sú umtalaðasta eftir Krists burð? Og menn ekkert þreyttir á tali um stærsta íþróttaviðburð sögunnar? Hvað um það. Þetta verður svakalega gaman og byrjar í dag.
Las um Ekvador, Ghana og Þýskaland í Bók bókanna í gær. Ekvador greinin fjallaði um magnaðan forseta sem náði kjöri í landinu og var kallaður Brjálæðingurinn. Stærsta íþróttafrek þeirra hingað til er gullverðlaun í kraftgöngu á Ólympíuleikum sem olli því að kraftgönguæði greip um sig í landinu. Svona svipað og að Íslendingar hefðu farið á kvennastangarstökksflipp þegar Vala fékk bronsið um árið. Rétt eins og Árni Matt þá mæli ég enn og aftur með þessari góðu bók sem fæst í betri bókaverslunum.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
miklu betra að fá bara stutta úrdrætti úr bókinni hjá þér
-Njörður
Skrifa ummæli
<< Home