mánudagur, júní 12, 2006

HM helgi 1 að baki

Jahérna, aldrei sá ég ekki HM. Heil helgi full af bolta og mönnum sem taka aðra á, finna menn í fæturna, eru sterkir hlaupalega séð, rosalegir í loftinu og jafnvel einn sem var með reglulega áætlunarferðir upp vinstri kantinn. Leitt að sjá það trend skapast að góð lið skori mark í upphafi leiks og síðan ekki söguna meir (sbr. England, Holland og Portúgal). Skemmtilegasti leikur helgarinnar hlýtur að teljast Argentína Fílabeinsströndin en þeir voru í argandi fíling. Þetta hlýtur að teljast sterkasti riðillinn, í það minnsta skemmtilegri heldur en Tékkar, BNA, Ítalía og Gana. Í þeim ríðli eru Gana mínir menn.

Reyndar var líka lúmskt gaman að sjá Gömlu Trýnin stríða Svíagrýlunni. Það er alltaf gaman. Og íslenska handboltalandsliðið gekk á lagið. Það er örugglega logandi fjör á sænsku íþróttasíðunum í dag.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvort á að skrifa Gana eða Ghana?

ÓJ

10:43 f.h.  
Blogger Örn Úlfar said...

Bara gera eins og mér finnst og rétt er.

11:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home