þriðjudagur, júní 13, 2006

Tékkitt

Tékkar fara langt. Hugsanlega langleiðina. Enginn býst við neinu af Tékkum, en þeir hefndu ærlega fyrir stuldinn á Budweiser í gær. Brassar eru allt of líklegir. Hugsanlega verður það þeim að falli. Króatar gætu sett þá í erfiða stöðu. Japanir eru klaufar og frömdu fótboltalegt harakiri í gær. Ítalir skemmtilegir aldrei þessu vant og mega fara langt mín vegna haldi þeir því áfram. Afríkuþjóðirnar komast ekki áfram. Mig grunar enn að Þjóðverjarnir fari alla leið í úrslitaleikinn.

Litla ríkisstjórnin tekur við völdum í dag. Hvernig bíl ætli formaður borgarráðs velji sér?

1 ummæli:

  1. Nafnlaus8:16 e.h.

    Ég er sammála þér með Ítalina. Þeir eru óvenju skemmtilegir og gætu farið alla leið.

    kv.
    HEM

    SvaraEyða