Geir á endemi
Helst var það að heyra á Geir forsætisráðherra að stjórnarandstaðan væri höfuðpaurinn í Byrgismálinu, að þingmenn hennar ættu að skammast sín fyrir að hafa lagt hart að stjórninni að styðja þessa starfsemi fjárhagslega.
Ekkert minntist æðsti ráðamaður framkvæmdavaldsins á þær liðleskjur sem lágu á skýrslum og minnisblöðum um þann sóðaskap sem gekk á bak við luktar dyr Byrgisins, erfðaprinsa og flokksgæðinga stjórnarflokkanna sem vissu nánast allt en gerðu ekkert. En stjórnarandstaðan á að skammast sín. Geir á endemi!
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home