Sár fyrrverandi borgarstjóri
Má ég eiga þig? spurði vindurinn
unga stúlku og tunglið speglaðist
í blárri lind og hár þitt vina mín
bærðist fyrir þessum sárfætta vindi
sem veifaði hendi og ýfði
kyrræða hreyfingu þessarar tjarnar
með hólma og strendur og börn að leik
gáraði vatnið þar sem endurnar minntu
á flöktandi augu þín
og syntu eins og þau
inní óvarið hjarta mitt.
(Tveggja bakka veður 1981)
Þetta ljóðbrot eftir Matthías Johannessen lét Davíð Oddsson grafa í glerrúðu sem átti að setja upp í ráðhúsinu. Rúðan var ekki sett upp heldur önnur, auð, eftir að M gagnrýndi DO fyrir snobb við veisluhöld í tilefni opnunar ráðhússins. Sjá hér.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home