miðvikudagur, júlí 02, 2008

Kastljósið

Ætli Kastljósið hafi sett nýtt met á mánudaginn? Maður hefði haldið að umsjónarmennirnir átta, Brynja Þorgeirsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Sigmar Guðmundsson, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Þóra Tómasdóttir og Þórhallur Gunnarsson auk pródúsenta og fjögurra aðstoðarmanna kæmu ferskir og sterkir inn eftir EM hléð, en það var öðru nær. Í þættinum var þrennt: Viðtal sem Héðinn Halldórsson í Danmörku tók við umdeildan hollenskan þingmann, úttekt fréttamanns í Vínarborg á stemmningunni eftir úrslitaleikinn og viðtal í setti: Jóhann ræðir við finnskan menntasérfræðing. Ekki sterk frammistaða hjá Kastljósliðinu á sama tíma og fækka þarf fólki vegna vanefnda menntamálaráðherra - og ekkert tónlistaratriði!

Kastljósið er oft ágætur þáttur, sá besti var í beinni frá Eyjum í tilefni goslokahátíðar. En það vantar aðeins meira Malt í þetta núna svo notast sé við orð Gunna i GK.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home