Þjóðarsáttin
Staksteinum dagsins í dag finnst höfundar afmælisgreina um Steingrím Hermannsson ýkja um of vægi hans við gerð Þjóðarsáttarinnar. Erkifjendurnir Jón Baldvin og Guðni Ágústsson eru sammála um að þjóðarsáttarsamningarnir séu einn merkasti bautasteinninn á ferli Denna. Staksteinar gera minna úr hans hlut og telja að Einar Oddur og Gvendur jaki hafi lyft þessu grettistaki nánast einir. Eins og ég man þetta lék Ásmundur Stefánsson líka lykilhlutverk í Þjóðarsáttinni en á hann er ekki minnst í Staksteinum. Úr því hljóta steinarnir að bæta. Einnig mætti minna á slaginn sem Ólafur Ragnar tók þegar stjórnin setti bráðabirgðalög sem afnam kjarasamning hans við BHMR þar sem kveðið var á um launahækkanir umfram Þjóðarsátt. Ekki held ég að ég muni lifa þann dag að Staksteinar hrósi Ólafi Ragnari fyrir þá staðfestu sem hann sýndi þá og hjó mikil skörð í fylgi Alþýðubandalagsins.
Er ekki annars kominn tími á nýja Þjóðarsátt? Til dæmis um það að bankarnir hætti að slátra krónunum okkar.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home