föstudagur, janúar 30, 2009

Minnihlutastjórnin stendur í Framsókn

Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn er að heykjast á loforði um að verja minnihlutastjórnina, heimta ákveðna hluti og setja strangari skilyrði en áður var heitið. Mín skoðun er þessi: Ef Framsóknarflokkurinn ætlar að ráða svona miklu þá á hann einfaldlega að vera í stjórninni - og axla þá um leið fulla ábyrgð á því sem verður gert.

Ef Framsókn ver stjórnina fram á vor gegn almennum fyrirheitum í stað tölusetts aðgerðaplans eru þeir góði gæinn hvernig sem fer; geta þvegið hendur sínar af því sem fer úrskeiðis og verður óvinsælt. Ef þeir setja of ströng skilyrði gætu þeir setið uppi með svartapétur í vor - svona svipað og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem mörgum er ekkert allt of vel við akkúrat núna.

Sjáum hvað setur.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home