mánudagur, janúar 19, 2009

Þreytt Fólk í blokkinni

Á einum þekktasta veitingastað heims er hægt að fá rétt sem heitir Parmesanloft. Sem er eiginlega bara lykt. Það rifjaðist upp fyrir mér á leiksýningunni Fólkið í blokkinni í gær. Miklar umbúðir um lítið innihald. Lykt af góðu leikriti. Það byrjar nógu skemmtilega, umgjörðin og leikmyndin og fyrsta lagið lofa góðu en svo fjarar undan þessu með endurtekningum og bragðdaufum persónum í fyrirsjáanlegum aðstæðum, engli og einhverju. Hallgrímur sem lék þroskahefta strákinn fannst mér bestur af leikurunum og besta atriðið var þegar faðir hans söng hann í svefn.

Ég hafði, sem gamall aðdáandi, mest gaman af Geirfuglunum og gaman að sjá Þorkel og Frey spreyta sig í leikarahlutverkum. Stjarna verksins: Ragnar Helgi Ólafsson í hlutverki þöglu hugsandi bassatýpunnar!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home