þriðjudagur, júlí 06, 2004

Er hægt að óverdósa á fótbolta? Ég er ennþá að jafna mig eftir EM í Portúgal. Nenni ekki að tala um hana. Spurning hvort maður drullar sér í Kaplakrikann til að horfa á KR - fh í kvöld kl. 20.

Kannski veltur það allt á úrslitunum í X-cup í kvöld. X-cup er merkileg fótboltakeppni milli tveggja liða (http://www.ecweb.is/xcup/) sem heita Ríkisstjórnin og Real Bessastaðir. Ríkisstjórnin er betra liðið af þessum tveimur en hefur samt tapað síðustu nokkrum leikjunum í X-cup. Það breytist í kvöld.

Varðandi KR þá er ég einfaldlega ekki búinn að fyrirgefa þeim 7-0 tapið í Krikanum í fyrra, eftir að stórveldið var búið að tryggja sér titilinn. Mikill skandall. Ég hef ekki ennþá mætt á KR leik í sumar. Ég mætti á fullt af leikjum í fyrra en aðeins einn þeirra var skemmtilegur, þegar valtað var yfir Fylki í Frostaskjólinu, þá kom Ásta reyndar með, sem reyndist gjörsamlega happa. Ég var búinn að spá frændum mínum Skagamönnum titilinum í sumar en þetta verður jafnt og aldrei að vita nema Vesturbæjarveldið hrökkvi almennilega í gang og klári þetta. Það væri nú snilld.

Áhugi á fótbolta á sér fleiri hliðar. Nú er t.d. gaman að fylgjast með leikmannamarkaðnum fyrir enska boltann. Þar skiptir auðvitað mestu máli hvað Man. Utd. gerir. Mér líst ágætlega á að fá baráttuhundinn Alan Smith sem valkost í framlínuna. Mér finnst vanta meiri baráttu í liðið í fyrra. Hvernig væri að fá Edgar Davids? Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu....

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér líst betur að að kaupa Roonaldo fyrir 100 milljónir og gefa mínum mönnum í Everton færi á að kaupa nokkra góða fyrir þann pening.

Skaginn fer að taka við sér eftir slakt gengi undanfarið, vinnur Fylki í kvöld. Fylkir heldur líka að Íslandsmótið klárist alltaf í júní og það sé nóg að vera á toppnum þá.

Maggi

11:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home