miðvikudagur, september 01, 2004

Áfram KR!

Nú þarf að taka til hendinni í Vesturbænum. Það lítur ekki út fyrir að Willum eigi eftir að stýra liðinu mikið lengur og raunar segir slúðrið að þegar hafi verið samið við Gauja Þórðar um að taka við liðinu. Það getur verið gott, og það getur verið slæmt. Ég held að Gunnlaugssynir hafi sungið sitt síðasta og nú þurfi að taka við uppbyggingartímabil með fáum, en vel völdum leikmannakaupum. Guðjón Þórðarson er líklega með dýrari þjálfurum og gerir örugglega kröfur um leikmannakaup, spurning hvort væri hægt að gera e.k. samstarfssamning við enskt félag í efstu deildum um að fá einn, tvo menn, eða eitthvað slíkt. Betra væri þó ef unnið væri af alúð og festu með efniviðinn í Vesturbænum í stað þess að kaupa, eyða og spenna. Áfram KR!

PS.
Athugið að hér er ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að KR falli, enda kemur slíkt ekki til greina. Í versta falli fáum við Björgólf Guðmundsson til að kaupa félagið upp um deild.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home