fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Endurminning um lyng

Við járnrauðan stein
á stökum mel
var stór lyngkló sem ég þekkti vel.
Ég vó hana hægt
í hendi minni
hlaðna berjum hvert sumar.

Ég hrifsaði þar allt.
En aldrei fannst mér það nóg.
Og ætíð hvíslaði lyngklóin:
Ég er hönd.
Hönd þín er kló.


Hannes Pétursson - Eldhylur 1993


Picture0096
Originally uploaded by Adler.



Myndina tók Andri Snær Magnason af lyngbrekku við Kringilsá. Hún mun
sökkva hvert haust ef stíflan við Kárahnjúka fær að rísa óáreitt en birtast
okkur hvert vor sem aurug for eða fjúkandi leir, okkar kynslóð til ævarandi
skammar.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home