mánudagur, október 03, 2005

Innlegg í hugmyndasamkeppni fyrir Vatnsmýrina

Meira svona. Fórum reyndar í Listasafnið og gerðum uppkast að því hvernig Vatnsmýrin mun líta út í framtíðinni. Ég vil láta gera risastóran hól sem væri um leið risastórt bílastæðahús og niður hólinn mundi renna foss/gosbrunnur. Utan í hólnum væru byggð skemmtileg hús og útivistarsvæði með sviði og áhorfendastæðum eins og grísku leikhúsi. Ég sé fyrir mér að helv. Hringbrautin væri grafin í jörð (ásamt þeim sem áttu hugmyndina að henni kannski?) og Sóleyjargatan væri tenging við Vatnsmýrina ásamt götu sem lægi frá Bústaðavegi. Svo væri góð sundlaug sem væri í tengslum við Nauthólsvíkina og endurreistan Heita lækinn. Byggð væri í 3-4 hæða húsum og öll bílastæði neðanjarðar - mikill hluti þeirra í áðurnefndum hól.
Og fullt af gosbrunnum og líka veglegt menningarhús við sjávarsíðuna sem mótvægi við tónlistarhúsið - en í Vatnsmýrinni væri það hugsanlega tengt lágmenningu...

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þéttasta byggð landsins á að vera í Vatnsmýrinni - minna rok, fullt af fólki og fyrirtækjum. Engar þriggja akreina götur eða risa bílastæði.

ks

4:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Varðandi gosbrunnana.

Yrðu þeir ekki hálf snautlegir -
þurrir 3/4 úr árinu?

Eða sérðu fyrir þér vetrarnýtingu á þeim sem öskubakkar fyrir útireykingafólk?

Dómhildur.

8:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home