þriðjudagur, september 27, 2005

Nokkrir góðir dagar hjá Davíð


Ætlaði að gera tímalínu um feril Davíðs en nennti ekki gera meira en þetta. Gjörið svo vel: Best of Davíð


10. mars 1991 Davíð Oddsson kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins.

29. maí 2002 sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Jón Gerald hringdi í Jón Steinar seint í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Jón Steinar bað hann um að hringja á skrifstofuna í dag þar sem hann átti ekki gott með að tala við hann og á von á því að hann hringi eftir hádegið."

13.-16. júní 2002 Jiang Zemin forseti Kína kemur í heimsókn og eru Falun Gong menn og ýmsir aðrir af austrænu bergi brotnir settir í kennslustofufangelsi í Njarðvíkurskóla og á kerfisbundinn hátt er komið í veg fyrir að þeir lendi í sjónlínu við gestinn góða.

1. júlí 2002 segir Styrmir: "Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þessu með Jón Steinar. Hann er algjörlega pottþéttur maður. Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt eins og nokkur hlutur getur verið. Ég þekki hins vegar ekki samband Jóns Steinars og Tryggva og mun kanna það. En það er alveg sama hvaða menn Jón Steinar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur"

lok ágúst 2002 - Hreinn Loftsson og Davíð Oddsson hittast á fundi í London, Hreinn segir Davíð frá því að líklega þurfi að gera eins og Kári Stefánsson, láta Davíð fá 300 milljónir til að Davíð láti af andstöðu sinni við Baug.
Davíð upplýsir Hrein um að aðgerðir af hálfu opinberra yfirvalda liggi í loftinu. Hreinn segir Davíð hafa minnst á Jón Gerhard Sullenberger sem hafi gögn um slæma viðskiptahætti Baugs. Davíð segir það vera þvætting, hann hafi ekkert vitað um Sullenberger, eða hvað sem hann heiti sá ágæti maður.

apríl 2003: Húsleit í Baugi.
20. des. 2003: Samþykkt lög um stóraukin eftirlaun ráðherra.

apríl 2004: Steingrímur J. kallar Davíð gungu og druslu
maí 2004: Lög um fjölmiðla samþykkt á alþingi
maí 2004: Forseti neitar að staðfesta lög um fjölmiðla

Mars 2003: Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson setja Ísland á lista staðfastra þjóða með innrásinni í Írak.

29. nóv 2004: Davíð Oddsson kallar Samfylkinguna afturhaldskommatittsflokk.

ágúst 2005: Ákærur þingfestar fyrir héraðsdómi
september 2005: Ákærum vísað frá héraðsdómi
september 2005: Davíð Oddsson hættir í stjórnmálum.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home