fimmtudagur, september 29, 2005

Tölvupóstar og blöggsíður

Það er skemmtilegt til þess að vita að Davíð Oddsson skilar af sér embætti og skilur eftir 7.000 óopnaða tölvupósta. Að vísu eru flestir þessara pósta örugglega um penis enlargement, viagra og ódýrar háskólagráður en eflaust eru þarna á milli skemmtilegir póstar t.d. frá umboðsmanni alþingis, mæðrastyrksnefnd, Þjóðhagsstofnun og fleirum sem hafa átt erindi við manninn. Eru ekki einhver lög um að svara þurfi öllum erindum? Kemst maðurinn upp með að opna ekki umslögin sem honum berast? Af hverju þá ekki tölvupóst?

Mér fannst líka fyndið þegar Davíð sagði: „Ég veit ekkert hvað er skrifað um mig í tölvupóstum, það eru alls konar hlutir skrifaðir um mig í tölvupóstum - já og blöggsíðum.“

Svo er verið að tala um að kallinn hafi verið frekar naskur á samtíma sinn? Það finnst nú höfundi þessarar blöggsíðu ekki alls kostar rétt.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home