miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Allt á floti


Það gleður lesendur þessarar síðu örugglega að fá að heyra að ég fékk múrara í gær. Hann flotaði gólfið í eldhúsinu. Reyndar náðist ekki alveg að klára gólfið því hann tók bara með sér efni sem dugar í ca 120 fermetra. Það fóru sem sagt einhverjir sjö pokar af flotsementi og samt er gólfið ekki ennþá orðið rétt. Þetta er gríðarlega spennandi verkefni og ég hlæ að sjálfum mér fyrir að hafa látið mér detta í hug að ég gæti alveg eins gert þetta sjálfur. Ha ha ha.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home