miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Auglýsingar og erótík

Á hverjum einasta degi gera bjórframleiðendur og innflytjendur grín að Alþingismönnum í fjölmiðlum. Þingmenn mættu gera betur og átta sig á því að það ástand sem lýsir sér í dulbúnum bjórauglýsingum þar sem orðið léttur eða 0,0% er falið með þriggja punkta letri neðst í vinstra horninu er hlægilegt. Hér þarf löggjafinn að bregðast við. Annað hvort er bannað að auglýsa áfengi eða ekki.

Einnig þurfa menn nú að láta til skarar skríða og ákveða hvort klám sé bannað eða ekki. Nýja Bleikt og blátt blaðið er hreinræktað klámblað, með úrklipptum myndaþáttum úr erlendum blöðum af fólki í hressilegum samförum. Að kalla það erótík eru hreinir útúrsnúningar. Svo senda tvö virðuleg fyrirtæki, Síminn og 365, út sitt hvora "fullorðins-rásina".

Auðvitað ganga menn á lagið og sveigja lagabókstafinn að sínum þörfum, en í þessum efnum þurfum við að hafa skýra stefnu, og þá þarf að færa lagatextana til nútímahorfs. Annað hvort eru áfengisauglýsingar bannaðar eða ekki. Annað hvort má gefa út klámblað eða ekki.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home