þriðjudagur, desember 13, 2005

Veit ekki alveg...

...en það er eitthvað líkt með tveimur pirringum sem eru í gangi núna. Annars vegar eru femínistar pirraðir yfir því að Dóri foss sendi Unni Birnu hamingjuóskir frá allri þjóðinni. Hins vegar eru leikskólakennarar pirraðir yfir því að fólk sem vinnur á leikskólum og eru með öðru vísi menntun en leikskólakennslufræði hafi fengið sæmilega launaleiðréttingu.

Maður hefði haldið að í stað þess að missa sig í fúllyndum gætu báðir pirruðu hóparnir nýtt sér umræðuna á taktískari hátt og skolað þannig sínum eigin baráttumálum lengra. Í staðinn missir liðið sig í fýlu og pirringi og fjarlægist þorra þjóðarinnar sem finnst bara fínt að Unnur Birna sé ungfrú heimur og að lægstu launin hafi verið hækkuð.

Það er nefnilega mjög auðvelt að vera sammála grundvallarprinsippum pirruðu hópanna en mér finnst menn ekki hafa haldið nógu vel á spilunum sínum í þessum tveimur tilfellum.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home