fimmtudagur, desember 08, 2005

Eru framsóknarmenn repúblíkanar Íslands?

Það komst í fréttirnar um daginn þegar Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og krónprins, tók þátt í samkomu hjá Hvítasunnusöfnuðinum. Það minnir ekki lítið á þá taktík bandarísku repúblíkananna að hrífa með sér öflug trúfélög sem skila sér í kosningar til síðasta manns. Og allir kjósa „rétt“. Mér datt þetta í hug þegar ég las nýjan pistil annars krónprins B-listans, Björns Inga Hrafnssonar, þar sem hann lýsir stórbrotnum tónleikum Fíladelfíusafnaðarins. Björn bætir við: „Ég á góða vini í Fíladelfíusöfnuðinum og átti gott spjall við Vörð Traustason og hans fólk að loknum tónleikunum. Starf safnaðarins einkennist af einlægum tilfinningum, heitri trú og innlifun í tónlistinni sem auðvelt er að hrífast með.“

Það er ekki verra að hafa Fíldelfinga með sér í prófkjöri og finnst mér vera refslegur repúblíkanakeimur af þessu.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home