Flugstöðin
Það er skrýtin mynd sem fylgir öllum þessum löngu fréttum af fyrirhugaðri stækkun flugstöðvarinnar. Ég sé ekki betur en að það sé gert ráð fyrir bílastæði í miðri byggingunni. Nógu mikið rugl er á bílastæðunum þarna fyrir. Með nýju bílastæðagjöldunum þarna er verið að skattleggja fólk fyrir að sækja vini og ættingja. Gott að vita að í framtíðinni geti maður hins vegar lagt bílnum sínum inni í flugstöðinni. Hitt er annað mál að svo virðist sem Flugstöðin hafi verið of lítil frá fyrsta degi.
Getraun dagsins er þessi: Hvaða stjórnmálamaður hafði mest um það að segja að Flugstöð Leifs heppna var byggð miklu minni en upphaflegar áætlanir, og þörf, kváðu á um?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
8 Comments:
var það pabbi núverandi fjármálaráðherra?
ks
Steingrímur J.
ÁA
Svavar Gests?
ÓJ
ORG?
Steingrímur Joð ef ég man rétt. Ákveðið var að reisa flugstöðina í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Erfiðlega gekk að ná ráðherrum saman um málið og endaði það með því að byggð var allt of dýr flugstöð sem var of lítil frá fyrsta degi.
Finnst nú lágmark að þú sért alveg viss. Samkvæmt altingi.is var Steingrímur samgönguráðherra frá 1988 en Matthías frá 87-88. Matthías hefur því sennilega klippt á borðann.
ks
http://www.althingi.is//dba-bin/ferill.pl?ltg=106&mnr=140
Bókanir minnihluta gefa til kynna að þeim finnist hún of stór strax árið 1983.
Það er rétt Kristján, þetta er óábyrgt. Ákvörðunin sem um ræðir var nefnilega tekin miklu fyrr, 1982-2 eins og ég sagði í stjórnartíð Gunnars Thoroddsen, og raunar heyrði Flugstöðin fyrstu árin undir utanríkisráðuneytið,en samgönguráðuneytið tók við rekstrinum á 10. áratugnum. Markmið Alþýðubandalagsmannanna í stjórninni sem hétu ekki Steingrímur Joð, heldur Hjörleifur, Ragnar og Svavar, með því að krefjast minni stöðvar var að lækka kostnað og var fallist á það sjónarmið í stjórninni og upphafleg áætlun miðuð við það. Síðan þurfti að bæta mörgum nauðsynlegum hlutum við á framkvæmdatímanum auk þess sem gengið stríddi mönnum og því varð byggingin að lokum allt of dýr - en samt allt of lítil. Maður á auðvitað ekkert að vera að fabúlera svona út í loftið en eftir stendur að það er endalaust verið að byggja við þetta helvíti og alltaf kostar það nógu andskoti mikið.
ÖÚS
Skrifa ummæli
<< Home