þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Íhald þræðir upp á prjón

Var að greiða stöðumælasektina sem ég fann á bílrúðunni á mánudagsmorgun. Besta stöðumælasekt sem ég hef nokkru sinni fengið enda skyggir fátt á gleðina þessa Dagana. Meira að segja hinn fúllyndi framsóknarsjalli Þ. Vilhjálmsson gleður augað með nöldri og hártogunum. Þættinum barst skemmtileg vísa gegnum Karl Th:

Dagur skæður líkt og ljón
lífi glæðir þjóðu.
Íhald þræðir upp á prjón,
yfir bræðir glóðu.

Steinunn og Stefán koma frá prófkjörinu með fullri reisn, en hrós Röflsins fær samt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fyrir gott grín.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home