fimmtudagur, mars 30, 2006

Austurland nær i austurlöndum fjær

Síðdegis í dag var undirritaður kallaður til sem sérlegur álitsgjafi um efnahagsástandið á Íslandi fyrir japanska sjónvarpsstöð. Var mér það bæði ljúft og skylt að draga upp í hnitmiðuðu máli þær helstu blikur sem nú eru á lofti peninganna og þá vá sem liggur undir hjónarúmi verðbólgu og vaxta.

Ég var semsagt gómaður úti á götu af japönskum sjónvarpsmönnum sem líklega voru að leita að fynd-útlítandi Íslendingi til að hlæja að í einhverjum geggjuðum spurningaþætti. Í máli mínu gagnrýndi ég íslensk stjórnvöld fyrir skort á framsýni og trú á skyndilausnir. Ég vona að málflutningur minn um skammarlega meðferð á óbætanlegum náttúruperlum komist til skila og að Japanir flykkist til að leggja okkur lið í baráttunni gegn álverum hugarfarsins.

Í því sambandi er vert að vekja athygli á vef sem ég rakst á í Melabúðinni: this.is/augnablik. Nú fer hver að verða síðastur. Hver kemur með í sumar???

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home