IKEA maðurinn snýr aftur
Keyptum tvær kommóður um daginn, mest til að stemma stigu við flóði nærfatnaðar um öll gólf. Ég setti aðra þeirra saman og gekk brösulega, enda með handónýtt skrúfjárn.
Í gær setti ég þá síðari saman en hafði þá sýnt þá fyrirhyggju að kaupa mér nýtt fjölskrúfjárn með skralli. Með þessum vígbúnaði og aðstoð frá Sufjan Stevens náði ég að leggja kommóðuna á mettíma án úlnliðsáverkanna sem ég fékk síðast.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
2 Comments:
eg a alveg eins kommodu, og mer gekk bara vel ad setja hana saman, alveg EIN!!!!!
Til hamingju með þetta...reyndar held ég að hann Sufjan hafi hjálpað þér eitthvað með þetta.
Pís, Ester.
Skrifa ummæli
<< Home