mánudagur, mars 13, 2006

Glitnir góður

Ég tek ofan fyrir Íslandsbankamönnum, Glitnismönnum. Án þess að taka afstöðu til þess hvort þeir hafi þurft að breyta um nafn, þá finnst mér hressilegur gustur af því að velja þjált og gilt íslenskt orð í stað þess að velja einhverja innihaldsrýra skammstöfun eða einhverja latneska moðsuðu. Svo er greinilegt að Group-æðið er að renna af mönnum, sem er líka gott.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home