þriðjudagur, mars 07, 2006

Good Night and Good Luck



Þetta er góð mynd. Hún fjallar um málfrelsið og á sem slík prýðilegt erindi í dag. Unnin á mjög eftirtektar-verðan hátt. Listavel leikin, svo vel að áhorfendur á fyrstu sýningum vestan hafs létu þess getið að þeim fyndist leikarinn sem lék McCarthy fara yfir strikið í ofleik, þegar staðreyndin er sú að aðeins var notast við raunverulegar sjónvarpsupptökur af þingmanninum. Gaman að því að Íslandsvinirnir í Alcoa koma einnig við sögu ásamt ómældu magni af tóbaki, sérstaklega Kent. Myndin er lágstemmd, "settið" er lítið, tónlistin fléttast frábærlega inn í framvinduna og textinn er ótrúlega vel skrifaður, sérstaklega monologar Murrows, sem eru meira og minna orðrétt eftir manninum sjálfum.

"We will not walk in fear, one of another. We will not be driven by fear into an age of unreason if we dig deep in our history and doctrine and remember that we are not descended from fearful men, not from men who feared to write, to speak, to associate and to defend causes which were for the moment unpopular. We can deny our heritage and our history, but we cannot escape responsibility for the result. There is no way for a citizen of the Republic to abdicate his responsibility."

Góða nótt og gangi ykkur vel!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home