Gríðarleg tækifæri á Miðnesheiði
Vá hvað mér brá þegar þegar Sveinn Helgason spurði bæjarstjóra Reykjanesbæjar: "Herinn er að fara. Það hlýtur að kalla á álver!". Þetta er kristaltært dæmi um þann einkennilega hugsunarhátt, eða skort á hugsunarhætti, að álver sé lausn á öllum vanda! Spurningin er nefnilega röng, því sannleikurinn er sá að með brotthvarfi hersins skapast gríðarleg tækifæri fyrir íslenskt samfélag.
Við kveðjum herinn og fáum í staðinn gríðarstórt þorp við jaðar höfuðborgarsvæðisins, við alþjóðaflugvöll. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að flytja Landhelgisgæsluna þangað. Einnig mætti hagnýta íbúðarhúsnæði sem úrræði í þágu aldraðra og öryrkja, sbr. frétt í dag um að það þurfi að verja 1,5 milljörðum til að byggja fyrir þá hópa. Þá er spennandi hugmynd að búa til einhvers konar viðskipta- eða hátæknigarða í þessu umhverfi og skapa sprotafyrirtækjum aðstæður til að vaxa og dafna.
Dæmi um þetta er fyrirtæki á borð við CCP, fyrirtæki í örum vexti með hundruð hálaunastarfa í farteskinu.
Einnig er ég þeirrar skoðunar að innanlandsflugið hljóti að flytjast suður með tíð og tíma og það væri snjallræði hjá stjórnvöldum að hefja undirbúning þess hið snarasta og hefja um leið vegabætur við þetta svæði.
Brotthvarf hersins er ekki vandamál. Það er gríðarlega áhugavert tækifæri!
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Vissulega mörg tækifæri en ég er ekki viss um að ömmu langi í herinn.
ks
Skrifa ummæli
<< Home