World Poetry Day i dag
Í tilefni þess að í dag er alþjóðadagur ljóðsins, skv. Unesco, hef ég ákveðið að verða við fjölda áskorana um að birta á síðunni næst ömurlegasta ljóð Íslands. Reyndar er ekkert ömurlegra en að vera valinn Næst-ömurlegastur, þegar maður er virkilega að reyna. Þannig að titillinn getur alveg talist réttnefni....
Ömurlegasta ljóð á Íslandi
Mér fannst ég heyra lágvært suð í ölvuðum býflugum
En þá varst það þú að strjúka flötum lófa yfir silkið
og hvísla nafnið mitt, nafnið þitt, nafnið mitt, nafnið þitt
aftur og aftur og aftur og enn aftur og aftur.
Eins og fínlegt grátt sandkorn á strönd eilífðarinnar
Sem hafið strýkur sinni síðustu öldu yfir
og frussar nafnið mitt, nafnið þitt, nafnið mitt, nafnið þitt
einu sinni enn og svo aftur, einu sinni enn
Þetta fölnaða lauf sem hangir dauðahaldi á grein
sem norðangarrinn hrifsar í svo það missir takið
og ýlfrar nafnið mitt, nafnið þitt, nafnið mitt, nafnið þitt
í síðasta sinn, í síðasta sinn, í síðasta síðasta sinn.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
3 Comments:
Virkilega ömurlegt en viðurstyggileg endurtekningin kann þó að hafa liðið fyrir vandaða uppbyggingu.
En af því að það er í raun ömurlegra að vera númer tvö þá hlýtur þú þar með að vera ömurlegastur :)
My point exactly!
Skrifa ummæli
<< Home