Tveir fundir um framtíð Íslands
350 manns mættu á annan þeirra og 650 á hinn. Ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir hönd þjóðarinnar þótt bæði Fbl og Mbl telji fámennari fundinn svo mikið merkilegri að hann fær aðalpláss á forsíðum beggja. Fréttablaðið segir ekki einu sinni frá fundinum hans Andra.
Það er greinilegt að áróðursvélin er komin í gang gegn stráknum sem bendir til þess að honum sé að takast að hrista upp í þjóðinni. Bæði Alcoa og Iðnaðarráðuneytið saka Andra um ósannindi. Bókin Draumalandið er hins vegar, þótt undarlegt megi virðast, æsispennandi og bráðfyndin lesning um grafalvarleg mál. Tryggið ykkur eintak áður en bókabrennurnar hefjast.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home