miðvikudagur, júlí 05, 2006

Grosso problemo for Germany

Þeir verðskulduðu að vinna. Þjóðverjarnir fóru í vítaspyrnukeppnina einni mínútu of snemma. Skotmaðurinn Andrea Pirlo ógnaði fyrir utan teig, fjórir Þjóðverjar sóttu að honum og gleymdu vinstri fótar manninum Grosso sem afgreiddi boltann í snyrtilegum boga í hliðarnetið fram hjá vítabananum Jens. Del Piero markið var svo algjör bónus byggt á frábærum fótbolta hjá Cannavaro og Iquinta.

Frakkland á eftir. Þeir eru í stuði, eina sem böggar mig er að leikræn tilþrif hafa tekið sig upp hjá manninum sem setur upp fýlusvip þegar hann skorar. Svona karaterar fara í taugarnar á mér. Ítalirnir hafa hrist af sér goðsögnina um leikaraskap. Thierry Henry ber þann kyndil nú, ásamt nokkrum Portúgölum.

Á sunnudag verður leikið um fyrsta sætið, á laugardaginn um þriðja sætið. Hvers konar dónaskapur er það að sýna ekki leikinn um annað sætið, sagði einhver.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Afhverju fjallaru ekkert um fallandi gengi Samfylkingarinnar?

12:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home