mánudagur, júlí 03, 2006

Upphaf og endir ógæfunnar.

Í skúmaskotinu milli Héraðsdóms og hússins sem ég vinn í eru menn stundum eitthvað að skiptast á peningum og pillum og stundum krakkar að fikta við reykingar. Þá er vinsælt að öskra út um gluggann héðan af efstu hæð: "Pillið ykkur út af lóðinni!". Í þessu ólánshorni eru líka dyrnar sem gæsluvarðhaldsfangar ganga um í fylgd fangavarða til að meðtaka refsingu vegna sinna mála fyrir dómi. Upphaf og endir ógæfunnar.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home