Hvernig var Reykjavík fyrir 1.100 árum
Sá um daginn sýninguna 871 +/-2 sem er í kjallara nýja hótelsins, gegnt Fógetagarðinum (sem mér til mikillar furðu er ekki kenndur við Skúla Magnússon). Á sýningunni gefur að líta varðveittar rústir skála sem byggður var á 10. öld og eldri mannvistarleifar sem eru frá árinu 871 eða um það bil. Það sem er samt skemmtilegast á sýningunni er að sjá hvernig Reykjavík og umhverfi litu út meðan fyrstu menn voru að koma sér fyrir hérna: Tjörnin, Esjan, Austurvöllur etc. Einnig er gaman að sjá hvernig nútímatækni færir okkur keiminn liðinna alda (í bókstaflegri merkingu). Mæl með þessari sýningu, bæði fyrir ferðamenn og barnfædda Reykvíkinga.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home