Manni finnst það nú orka tvímælis að maður sem er rekinn útaf fyrir ruddaskap í úrslitaleiknum geti verið maður mótsins. Las það að flestir blaðamennirnir hefðu skilað inn atkvæðum sínum í hálfleik. Vissulega dáldið vandræðalegt fyrir Fifa. Ég hefði valið Cannavaro en Zisou er náttúrulega alger snillingur og maður bara vonar að þetta stundarbrjálæði hans verði ekki í minnum haft þegar ferillinn hans verður gerður upp í framtíðinni.
Mér finnst þessi dýrkun varnarleiksins vera farin að ganga út í öfgar. Hún gerði ítrekað vart við sig á meðan á HM stóð, td. með hástemmdum lofsyrðum yfir leik Ítala og Þjóðverja, sem lauk með 0-0 jafntefli (en var framlengdur).
Cannavaro er vissulega traustur og glæsilegur varnarmaður, en að kjósa varnarmann mann mótsins væri hreinlega niðurdrepandi fyrir íþróttina.
Valið stóð á milli Cannavaros og eins mest skapandi listamanns fótboltasögunnar, sem hreinlega blómstraði á öllum ögurstundum mótsins, nema þeirri síðustu. Hneykslun á kjöri Zidane ber vott um skinhelgi, Þórðargleði og skort á skilningi á mannlegum breyskleika, sem er nú það sem gerir fótboltann eins skemmtilegan og hann getur orðið.
Hvert er skemmtigildið í því að horfa á tvö fullkomin lið, sem skilja hvort annað svo vel og spila svo fullkomin kerfi að þau gefa engin færi, vélmenni að spila verkfræðifótbolta? Slíkur leikur getur einungis endað núll-núll og varla eru það úrslit að skapi fótboltaáhugamanna.
Með öðrum orðum. Breyskleikinn, frávikin frá kerfunum og normunum gerir boltann að því frábæra sporti sem hann er. Bæði jákvæðu frávikin, þar sem snillingar íþróttarinnar breyta henni í list, og neikvæðu frávikin, þar sem leikmenn sýna að þeir eru menn af holdi og blóði.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
2 Comments:
Manni finnst það nú orka tvímælis að maður sem er rekinn útaf fyrir ruddaskap í úrslitaleiknum geti verið maður mótsins. Las það að flestir blaðamennirnir hefðu skilað inn atkvæðum sínum í hálfleik. Vissulega dáldið vandræðalegt fyrir Fifa. Ég hefði valið Cannavaro en Zisou er náttúrulega alger snillingur og maður bara vonar að þetta stundarbrjálæði hans verði ekki í minnum haft þegar ferillinn hans verður gerður upp í framtíðinni.
Maggi
Mér finnst þessi dýrkun varnarleiksins vera farin að ganga út í öfgar. Hún gerði ítrekað vart við sig á meðan á HM stóð, td. með hástemmdum lofsyrðum yfir leik Ítala og Þjóðverja, sem lauk með 0-0 jafntefli (en var framlengdur).
Cannavaro er vissulega traustur og glæsilegur varnarmaður, en að kjósa varnarmann mann mótsins væri hreinlega niðurdrepandi fyrir íþróttina.
Valið stóð á milli Cannavaros og eins mest skapandi listamanns fótboltasögunnar, sem hreinlega blómstraði á öllum ögurstundum mótsins, nema þeirri síðustu. Hneykslun á kjöri Zidane ber vott um skinhelgi, Þórðargleði og skort á skilningi á mannlegum breyskleika, sem er nú það sem gerir fótboltann eins skemmtilegan og hann getur orðið.
Hvert er skemmtigildið í því að horfa á tvö fullkomin lið, sem skilja hvort annað svo vel og spila svo fullkomin kerfi að þau gefa engin færi, vélmenni að spila verkfræðifótbolta? Slíkur leikur getur einungis endað núll-núll og varla eru það úrslit að skapi fótboltaáhugamanna.
Með öðrum orðum. Breyskleikinn, frávikin frá kerfunum og normunum gerir boltann að því frábæra sporti sem hann er. Bæði jákvæðu frávikin, þar sem snillingar íþróttarinnar breyta henni í list, og neikvæðu frávikin, þar sem leikmenn sýna að þeir eru menn af holdi og blóði.
KPJ
Skrifa ummæli
<< Home