fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Afmælisafmælisdagur

Pabbi sextugur og Aldís tuttugu og eins. Til hamingju. Í tilefni stórafmælisins þá er við hæfi að rifja upp gamalt uppáhaldslag stórafmælisbarnsins:

Sólsetursljóð

Nú vagga sér bárur í vestanblæ
að viði er sólin gengin
Og kvöldroðinn leikur um lönd og sæ
og logar á tindunum þöktum snæ
og gyllir hin iðgrænu engin.
En englar smáir með bros á brá
í blásölum himins vaka,
og gullskýjum á þeir gígjur slá,
og glaðkvikan bárusöng ströndinni hjá
í einu þeir undir taka.

(Guðmundur Guðmundsson, skólaskáld)

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home