miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Skilja leiðir

Ég er hræddur um að nú hafi leiðir okkar Haruki Murakamis skilið en í fyrrakvöld píndi ég mig til að klára Kafka on the Shore eftir tveggja mánaða átök. Viðbrigðin voru svo mögnuð að ég spændi í mig afganska Flugdrekahlauparann í garðinum seinnipartinn í gær meðan nágrannarnir hömuðust á sláttuvélum, höggborum og trommusettum hver á fætur öðrum í 3-4 tíma. Góð bók Flugdrekahlauparinn.

Annað var það ekki í bili. Jú reyndar:

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég reyndi að segja þér þetta fyrir tveimur árum. En það er alltaf betra að komast að hlutunum sjálfur.

Bestu kveðjur,

Henning Emil

3:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home