Bitlaus samviska Sjálfstæðisflokksins
Einu sinni kallaði Davíð Oddsson SUS samvisku sjálfstæðisflokksins. Maður hefði haldið að þessa dagana væri það meira en fullt starf fyrir samviskuna að bíta flokkinn, en nei. Í stað þess að gagnrýna flokkinn fyrir útþenslu, stefnuleysi og sjálfvirka útþenslu í heilbrigðismálum, 11% aukningu á skattheimtu almennings, óðaverðbólgu og ofurvexti þá telja hinir ágætu sus-arar tíma sínum best varið með því að hindra aðgang almennings að álagningarskrám. Sitja þar nú sem fastast með möppurnar í krumlunum. Nú vill svo til að lög kveða á um aðgang fólks að skránum, að þær skuli lagðar fram. Ég er sammála SUS um að það sé í meira lagi einkennileg lög, en þvílík sóun er þetta á tíma og mannskap hjá samtökum sem telja sig eiga eitthvað alvöru erindi. Slöpp samviska.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home